Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

"Eitt ljóð á dag" í Ártúnsskóla

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Lestrarátakið „Eitt ljóð á dag" stóð yfir frá 16.-27. janúar. Í ár var lestrarátakið helgað ljóðalestri. Lögð var áhersla á vandaðan upplestur, framsögn og túlkun ljóða, ásamt ljóðaútskýringum.
Eitt ljóð á dag var lesið upp fyrir aðra í skóla, t.d. vin, sessunaut, bekkinn, starfsfólk, leikskólabörn eða á sal. Þetta gat verið eitt ljóð valið af kennara eða ljóð sem nemendur velja sér. Áður en til upplestar kom þurftu nemendur að æfa sig, annað hvort í skóla eða heima. Með hverju lesnu ljóði upphátt var fyllt út hringform með heiti ljóðs, höfundar og upplesara. Þetta gátu verið einstaklingur, hópur eða bekkurinn í heild. Hver árgangur hafði sinn lit og voru liðirnir festir upp á sameiginlegan orm.
Litir bekkja: 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur 5. bekkur 6. bekkur 7. bekkur
Loka afurð átaksins var því ljóðaormur nemenda sem liðast um ganga skólans.

pdfBréf til foreldra

pdfBréf til kennara

pdfLjóðahringur

Print

3 - 2 - 1 lestrarsprettur

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Lestrarátak Ártúnsskóla 2015, fór fram um mánaðarmótin janúar/febrúar. Að þessu sinni var einkenni átaksins 3-2-1 þar sem nemendur svöruðu spurningum úr textanum sem lesinn var:
3 spurningum um atriði sem þau lærðu við lesturinn...
2 spurningum um áhugaverðar staðreyndir...
1 spurningu sem vaknaði við lesturinn....
Markmiðið var að auka lesskilning hjá nemendum og fá þá til að staldra við og velta fyrir sér því sem þau lesa. Var hvatt til lesturs fræðibóka en öll skáldrit einnig með. Lestrarátakið tók einnig mið af Lesskilningshjólinu sem var unnið af hópi fagfólks sem vinnur að bættu læsi grunnskólanemenda. Lesskilningshjólið er kennslutæki sem auðveldar nemendum
að velta fyrir sér lesefni áður en lestur hefst, á meðan þeir lesa og að loknum
lestri með það að markmiði að auka lesskilning.
Í lokin var metin fjöldi blaðsíðna og málefnalegustu svörin á blöðunum úr hverjum bekk, til helminga.

Hér er hægt að nálgast allar upplýsingar:

pdfLestrarmiði

pdfLeiðbeiningar

Lesskilningshjólið

pdfLestrarsprettur leiðbeiningar

pdfViðurkenningarskjal

Print

Lestrarátak í Korpu

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Í apríl var haldið lestrarátak í Kelduskóla Korpu. Mmarkmiðið var að nemendur lesi meira en venjulega og auki um leið lestrarhraða og skilning. Að þessu sinni útfærði hver námshópur hvernig fyrirkomulagið ætti að vera þótt allir væru á sama tíma í átaki. Nemendur í 2. - 3. bekk fóru í sjónræningjaátak en áður hefur verið fjallað um svipað þema frá Norðlingaskóla og frá Kópavogsskóla hér á þessari síðu. Nemendur voru mjög áhugasamir og þetta var svo sannarlega þema sem hitti í mark. Í 4. og 5. bekk áttu nemendur að lesa bækur eftir íslenska höfunda og Astrid Lindgren sem tengdist því að nýlega höfðu allir lesið Ronju og flutt söngleikinn um hana. Eftir hverja bók áttu hver og einn að útbúa könguló og hengja á flottan vef sem búið var að hengja upp á vegg. Í 6. bekk lásu nemendur eingöngu bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur en í 7. bekk eftir Þorgrím Þráinsson. Eftir hverja bók gerðu nemendur stjörnur og límdu upp á vegg við mynd að viðkomandi höfundi. Eftir lestrarátakið þá tóku kennarar saman upplifun þeirra af þessu og  er skemmst frá því að segja  að yngstu nemendurnir voru mjög áhugasamir en hinir minna. Okkar reynsla er sú að þegar átakið er svipað hjá öllum og "söfnun" eins og í laufblaðaátakinu "Á grænni grein" hér um árið fer fram á sameigninlegu svæði allra nemenda þá eru þeir áhugasamari.

Print

Lestrarsprettur í Hlíðaskóla

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Í haust fóru nemendur í Hlíðaskóla í Reykjavík í lestrarátak og var það vel heppnað. Í upphafi var ákveðið hvaða bækur skyldu lesnar og var valið jafnt eftir bókaeign safnsins og  á þeim bókum sem við teljum börnin eiga að þekkja.
Nemendur í 1. bekk merktu við bækur sem lesnar voru fyrir þau heima.


Í 2. bekk voru tekin fyrir ævintýri og Disneybækur.


3. bekkur kynnist sögum Astrid Lindgren og H.C. Andersen.


4. og 5. bekkur lásu bækur eftir íslenska höfunda eins og Sigrúnu Eldjárn, Guðrúnu Helgadóttur, bækurnar um Benedikt búálf, Fíu Sól og fleiri.


6. bekkur las bækur eftir norræna höfunda og þar var um auðugan garð að gresja.


7. bekkur las annars vegar bækur eftir Astrid Lindgren og hins vegar Narníu- og Spiderwickbækurnar.


Nemendur merktu við lesnar bækur á laufblöð. Laufblöðin voru mismunandi á litinn eftir bekk og árgangi. Þau voru hengd á tré sem við fengum í skólaskóginum okkar í Öskjuhlíð.
Lestarspretturinn var mjög vel heppnaður og formið ýtti undir það.
Eins og áður kynntust þau nýjum höfundum sem leiða þau á nýjar slóðir.
Kennarar eiga hrós skilið fyrir að gefa lestarsprettinum tíma og áhuga.
Tréð hefur sómt sér vel hér á bókasafninu og er góður vitnisburður um lestur barnanna. Við stefnum á annan lestarsprett með vorinu.
Kveðja
Hrafnhildur og Unnur

lesturbestur
lestrartre
Print

Sjóræningjar í Kópavogsskóla

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Í apríl var haldin sjónræningjahátíð í Kópavogsskóla en hún var í tengslum við lestrarsprett sem staðið hafði í tvær vikur. Anna Ingibergsdóttir á skólasafninu fékk þessa skemmtilegu hugmynd frá Norðlingaskóla. Á meðan á lestraspretti stóð fengu nemendur fræðslu um Tyrkjaránið. Nemendur voru duglegir að lesa á hverju degi og fyrir hvern klukkutíma sem lesin var fengu þeir sjónræningjapeninga sem þeir settu í fjársjóðskistu. Eftir hverjar tvær bækur gátu nemendur valið sér sjónræningjamyndir sem hengdar voru upp á sjónræningjavegginn á skólasafninu (sjá myndir). Kennarar gátu svo komið með hópa á safnið til að föndra sjónræningjahatta og lepp. Nemendur útbjuggu lestrarfjársjóðsbók sem þeir fylltu út í þessar tvær vikur. Allir fengu sjóræningjapening í bókina og mynd af sér með sjóræningjahattinn og leppinn svo eitthvað sé nefnt.
Hver árgangur var með ákveðinn lit af sjóræningjapeningum. Anna mælir eindregið með því að allir prófi að hafa sjónræningjalestrasprett því börnin voru spennt fyrir þessu og mættu næstum daglega á safnið til að skipta um bækur og fá sjóræningjapeninga fyrir lesturinn. Anna auglýsti eftir sjónræningjadóti hjá kennurum og fékk tvær flottar kistur til að nota. Önnur var notuð undir sjónræningjapeninga en hin undir gull og gersemi. Ákveðið hefur verið að vera með Lestrarsprett á hverju skólaári og verður þá eitthvað annað þema á næsta skólaári.

Anna var svo elskuleg að deila með okkur því efni sem hún var með og færum við henni bestu þakkir.

docxSjónræningjarþema

pdfAuglýsing um myndatöku

pdfHattur

 

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5