Prenta

Sjóræningjar í Kópavogsskóla

Höfundur: Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Í apríl var haldin sjónræningjahátíð í Kópavogsskóla en hún var í tengslum við lestrarsprett sem staðið hafði í tvær vikur. Anna Ingibergsdóttir á skólasafninu fékk þessa skemmtilegu hugmynd frá Norðlingaskóla. Á meðan á lestraspretti stóð fengu nemendur fræðslu um Tyrkjaránið. Nemendur voru duglegir að lesa á hverju degi og fyrir hvern klukkutíma sem lesin var fengu þeir sjónræningjapeninga sem þeir settu í fjársjóðskistu. Eftir hverjar tvær bækur gátu nemendur valið sér sjónræningjamyndir sem hengdar voru upp á sjónræningjavegginn á skólasafninu (sjá myndir). Kennarar gátu svo komið með hópa á safnið til að föndra sjónræningjahatta og lepp. Nemendur útbjuggu lestrarfjársjóðsbók sem þeir fylltu út í þessar tvær vikur. Allir fengu sjóræningjapening í bókina og mynd af sér með sjóræningjahattinn og leppinn svo eitthvað sé nefnt.
Hver árgangur var með ákveðinn lit af sjóræningjapeningum. Anna mælir eindregið með því að allir prófi að hafa sjónræningjalestrasprett því börnin voru spennt fyrir þessu og mættu næstum daglega á safnið til að skipta um bækur og fá sjóræningjapeninga fyrir lesturinn. Anna auglýsti eftir sjónræningjadóti hjá kennurum og fékk tvær flottar kistur til að nota. Önnur var notuð undir sjónræningjapeninga en hin undir gull og gersemi. Ákveðið hefur verið að vera með Lestrarsprett á hverju skólaári og verður þá eitthvað annað þema á næsta skólaári.

Anna var svo elskuleg að deila með okkur því efni sem hún var með og færum við henni bestu þakkir.

docxSjónræningjarþema

pdfAuglýsing um myndatöku

pdfHattur