Prenta

Lestrarátak í Korpu

Höfundur: Rósa Harðardóttir. Posted in lestrarátök

Í apríl var haldið lestrarátak í Kelduskóla Korpu. Mmarkmiðið var að nemendur lesi meira en venjulega og auki um leið lestrarhraða og skilning. Að þessu sinni útfærði hver námshópur hvernig fyrirkomulagið ætti að vera þótt allir væru á sama tíma í átaki. Nemendur í 2. - 3. bekk fóru í sjónræningjaátak en áður hefur verið fjallað um svipað þema frá Norðlingaskóla og frá Kópavogsskóla hér á þessari síðu. Nemendur voru mjög áhugasamir og þetta var svo sannarlega þema sem hitti í mark. Í 4. og 5. bekk áttu nemendur að lesa bækur eftir íslenska höfunda og Astrid Lindgren sem tengdist því að nýlega höfðu allir lesið Ronju og flutt söngleikinn um hana. Eftir hverja bók áttu hver og einn að útbúa könguló og hengja á flottan vef sem búið var að hengja upp á vegg. Í 6. bekk lásu nemendur eingöngu bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur en í 7. bekk eftir Þorgrím Þráinsson. Eftir hverja bók gerðu nemendur stjörnur og límdu upp á vegg við mynd að viðkomandi höfundi. Eftir lestrarátakið þá tóku kennarar saman upplifun þeirra af þessu og  er skemmst frá því að segja  að yngstu nemendurnir voru mjög áhugasamir en hinir minna. Okkar reynsla er sú að þegar átakið er svipað hjá öllum og "söfnun" eins og í laufblaðaátakinu "Á grænni grein" hér um árið fer fram á sameigninlegu svæði allra nemenda þá eru þeir áhugasamari.