Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Að velja bók: Kynning

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in Að velja bók

Nemendur verða að fá kynningu á því hvernig uppröðun á safninu þeirra er til þess að eiga auðveldara með að nota það í námi. Misjafn er hve miklum tíma er eytt í kennslu á safnið eða hvernig það er gert. En hér er hægt að nálgast glærukynningu frá Áslaugu Ólafsdóttur sem er góð til að nota við slíka kynningu.

Að velja bók

Print

Að hjálpa nemendum að velja bækur til að lesa

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in Að velja bók

 

Menning í kennslustofunni:

 

Kennarinn deilir með nemendum sínum því sem hann les og sinni eigin lestrareynslu. Bæði hvað varðar aðferðir við val á bókum og upplifanir við bóklestur. Hann hvetur nemendur sína til að setja sig í svipuð spor og njóta kynna við bækur. Með þessu getur kennarinn skapað lestrarmenningu sem hvetur nemendur til lestrar. Að heyra manneskju sem nemendur bera traust til lýsa reynslu sinni af lestri og tala um uppáhaldsbækurnar sínar vekur áhuga hjá nemendum og þeir gera sér frekar grein fyrir því hvað það felur í sér að vera lesandi.

 

Nemendur mæli með bókum:

 

Við fáum oft hugmyndir að bókum til að lesa frá vinum okkur, vinum sem vita hvað gæti fallið í kramið hjá okkur. Að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til að mæla með bókum annað hvort á skólasafninu eða í kennslustofunni getur skipt máli þegar nemendi þarf næst að velja sér bók. Hvort sem þú býður upp á tíma þar sem lesendur í bekknum fá að mæla með bókum eða býrð til myndrit með stjörnugjöf eða notar aðrar skemmtilegar hugmyndir á að vera hægt að ala upp áhugasama lesendur sem geta ekki beðið eftir að velja sér næstu bók.

Bókastafli:

Margir lesendur er farnir að velta því fyrir sér hvað eigi að lesa næst áður en þeir klára þá bók sem verið er að lesa og vonast til að hafa úr mörgum titlum að velja. Hjá sumum er bókastaflinn jafnvel tilbúinn á náttborðinu. Aðrir eru kannski með listann í símanum sínum eða í minnisbókinni sem þeir ganga með á

stack-of-books

sér. Ef nóg væri til af bókum væri hægt að leyfa nemendum að búa til litla bókastafla í kassa sem þeir geta átt til góða. Þetta gæti reynst erfitt ef ekki er til mikið af bókum og ekki mikið pláss í skólastofunni en þá væri hægt að láta nemendur útbúa lista með 3-6 bókum sem þeir ætla að lesa næst.

Að þekkja sjálfan sig sem lesanda:

 

Vanir lesendur vita hvers konar bækur höfða til þeirra. Þeir þekkja sjálfa sig sem lesanda Þeir eiga sína uppáhaldshöfunda, bókaflokka og tegundir. Þeir eiga auðvelt með að segja frá þeim og þekkja efnið vel. Þegar þeir velja sér bækur gera þeir það í takt við þessa þekkingu. Kennarar geta hvatt nemendur áfram í þessari sjálfsþekkingu og notfært sér þetta þegar þeir hjálpa nemendum við val á bókum. Gott er að spyrja þá hvaða bækur þeir hafi lesið og fundist skemmtilegar, spennandi eða áhugaverðar. Ef kennarinn þekkir vel til bóka og útgáfu er hann fljótur að átta sig á því hvar áhugasvið nemandans liggur.

Tími:

Í mörgum bekkjum er gefinn of lítill tími fyrir nemendur til að velja sér bækur. Sumum nemendum er sagt að þeir hafi fimm mínútur til að fara á skólasafnið, velja sér bók og koma til baka. Ef það gengur ekki upp þá fái þeir ekki að velja sér bók sjálfir. Ef við hins vegar gefum nemendum tíma til að velja bók, þá skynja nemendur að þessi athöfn krefst undirbúnings, gætni og vilja. Í nemendahópi þar sem virðing er borin fyrir vali á bókum er nemendum gefinn sá ígrundunartími sem þeir þurfa til þess að velja sér bók sem þeir geta orðið spenntir yfir. Um leið fá þeir tækifæri til að deila áhuga sínum með öðrum..

Normal 0 false false false false EN-US X-NONE X-NONE

Að hjálpa nemendum að velja bækur til að lesa

 

Menning í kennslustofunni:

Kennarinn deilir með nemendum sínum því sem hann les og sinni eigin lestrareynslu. Bæði hvað varðar aðferðir við val á bókum og einnig þá reynslu sem hann upplifir við lestur. Hann hvetur nemendur sína til að gera það sama. Með þessu getur kennarinn skapað lestramenningu sem hvetur nemendur til frekari lesturs. Að heyra frá manneskju sem nemandinn ber traust til lýsa sinni reynslu af lestri og að tala um uppáhaldsbækurnar sína vekur áhuga hjá nemendu og þeir gera sér frekar grein fyrir því hvað það felur í sér að vera lesari.

Að mæla með:

Við fáum oft hugmyndir af bókum til að lesa frá vinum okkur, vinum sem vita hvað gæti fallið í kramið hjá okkur. Að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til að mæla með bókum annað hvort á skólasafninu eða í kennslustofunni getur skipt máli þegar nemendi þarf næst að velja sér bók. Hvort sem þú velur tíma þar sem lesarar í bekknum geta mælt með bókum eða býrð til myndrit með stjörnugjöf eða notar  aðrar skemmtilegar hugmyndir þá getur það alið upp áhugasama lestara sem geta ekki beðið eftir að velja sér næstu bók.

Bókastafli:

Margir lesendur er farnir að velta fyrir sér hvað á að lesa næst áður en þeir klára þá bók sem verið er að lesa og vonast til að hafa úr mörgum titlum að velja. Hjá sumum er bókastaflinn jafnvel tilbúinn á náttborðinu. Aðrir er kannski með listann í símanum sínum eða í minnisbókinni sem þeir ganga með á sér. Ef nóg væri til að bókum væri hægt að leyfa nemendum að búa til litla bókastafla í kassa sem þeir geta átt til góða. Þetta gæti reynst erfitt ef ekki er til mikið af bókum og ekki mikið pláss í skólastofunni en þá væri hægt að láta nemendur útbúa lista með 3-6 bókum sem þeir ætla að lesa næst.

Að þekka sig sem lesara:

Vanir lesarar vita hvers konar bækur höfða til þeirra. Þeir þekkja sjálfan sig sem lesara. Þeir eiga sína uppáhaldshöfunda, bókaflokka og tegundir. Þeir eiga auðvelt með að segja frá þeim og þekkja efnið vel. Þegar þeir velja sér bækur gera þeir það í takt við þessa þekkingu. Kennara geta hvatt nemendur áfram í þessari sjálfsþekkingu og notfært sér þetta þegar þeir hjálpa nemendum við val á bókum. Gott er að spyrja hvaða bækur hefur þú lesið sem þér fannst skemmtilegar? Ef kennarinn er vel að sér í útgefnum bókum er hann fljótur að átta sig á því hvar áhugasvið nemandans liggur.

Tími:

Í mörgum bekkjum er gefinn of lítill tími fyrir nemendur til að velja sér bækur. Sumum nemendum er sagt að þeir hafi fimm mínútur til að fara á skólasafnið , velja sér bók og koma til baka. Ef það gengur ekki upp þá fái þeir ekki að velja sér bók sjálfir. Ef við hins vegar gefum nemendum tíma til að velja bók þá upplifa nemendur að þessi athöfn krefst undirbúnings, gætni og  vilja. Í nemendahóp þar sem virðing er borin fyrir vali á bókum er nemendum gefinn sá íhugunartími  sem þeir þurfa til þess að velja sér bók sem þeir verða spenntir yfir. Ásamt því að deila því með öðrum.

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5