Finndu okkur á Facebook
velkomin
Print

Geimverur vilja vera í brókum

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in sögustund

Það er gaman þegar maður dettur niður á skemmtilegar bækur til að lesa fyrir nemendur í yngstu bekkjunum. Á skólasafninu í Korpu eru sögustundir fyrir 1. bekk og þá er gjarnan lesin saga og mynd teiknuð eða önnur námshandavinna. Bókin Geimverurnar vilja vera í brókum eftir Claire Freedman og Ben Cort er einmitt svoleiðis bók. Byrjað var á sögustund og þar sem sagan var lesin og spjallað um leið. Þá fengu nemendur að spila samstæðuspil sem kennarinn var búinn að útbúa en það er hægt að finna það hér. Í næsta tíma áttu nemendur að teikna og lita nærbuxur sem hengdar voru á snúru á safninu. Þetta fannst þeim skemmtilegt verkefni og sagan fyndin. Einhverjir hafa síðan unnið með þessa sögu í byjendalæsi.

Hér eru síðan tveir tenglar með fullt af skemmtilegum hugmyndum.

http://www.aliensloveunderpants.com/

http://www.teachingideas.co.uk/library/books/aliensloveunderpants.htm

Print

Geðvonda maríuhænan

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in sögustund

Ein af mínum uppáhaldsbókum er Geðvonda maríuhænan eða The Grouchy Ladybug eftir Eric Carle. Því miður hefur þessi bók ekki verið þýdd yfir á íslensku en nokkrir skólar eiga hana á ensku. Sagan fjallar um geðvonda maríuhænu sem skorar á aðra maríuhænu í slag vegna fæðu en ákveður síðan að hún sé ekki nógu stór til þess að slást við. Þá ákveður geðvonda maríuhænan að ferðast um heiminn og skora á stærri dýr í slag. Sagan gerist á einum degi og á hverju klukkutíma hittir hún nýtt og stærra dýr. Að lokum hittir hún bláan hval sem með sporðinum sínum þeytir henni aftur á byrjunarreit. Við það ákveður maríuhænan að vera vingjarnleg og deila mat með öðrum. Sagan er tilvalin til þess að nota þegar verið er að kenna nemendum um tímann, um skordýr eða um lífsleikni.
Ég les söguna fyrir nemendur í 1. bekk í í framhaldi af því vinnum við stutt verkefni. Ég tek myndir af nemendum þar sem þeir reyna að vera geðvond á svipinn og síðan er gerð klippimynd en í stað þess að klippa út haus á maríuhænuna klippa nemendur út sín andlit og líma á myndina sína. (sjá myndir). Á netinu eru að finna margar skemmtilegar hugmyndir sem hægt er að nota með þessari bók í kennslu. Hér er einn tengill af mjög mörgum: http://www.homeschoolshare.com/grouchy_ladybug.php

 

Print

Fíllinn Elmar

Written by Rósa Harðardóttir. Posted in sögustund

Sögurnar um fílinn Elmar eru skemmtilegar sögur sem henta vel til upplestrar og umræðna með nemendum í 1.bekk. Eftir að hafa lesið eina bók um Elmar er upplagt að leyfa nemendum að fara í tölvur og lita þessa mynd af Elmari.  Best er að vista myndina inn í möppu hjá hverjum nemanda fyrir sig og muna að  eiga alltaf eitt frumeintak. Ef nemendur eru ritfærir þá er hægt að líma myndina í Word og skrifa stuttan texta um Elmar.

elmer1

Sendu inn gögn


Skráning á póstlista

Nafn:
Vefpóstur:

шаблоны joomla 2.5